Grín, glens og gaman – skólaskemmtun Seyðisfjarðarskóla 2019

Grín, glens og gaman – skólaskemmtun Seyðisfjarðarskóla

Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 mun hin árlega skólaskemmtun Seyðisfjarðarskóla fara fram í Herðubreið. Allir nemendur grunnskóladeildar og elsti árgangur leiksskóladeildar stíga á stokk og bjóða áhorfendum upp á óborganlega skemmtun, eins og þeim er einum lagið.

Þema skólaskemmtunar í ár er nefnilega grín og fengu nemendur frjálsar hendur við að þróa atriði með það að leiðarljósi. Útkoman er bæði fjölbreytt og fræðandi og mun svo sannarlega lyfta andanum.

Undirbúningurinn var skemmtilegur og á köflum krefjandi. Nemendur þurftu að vinna náið saman að skapandi starfi, þora að deila hugmyndum og þjálfa sig í að hlusta á hvert annað. Í æfingarferlinu var nauðsynlegt að hver hópur næði að samstillast til að flutningur á atriðinu yrði sem bestur. Auk þess var lögð áhersla á að hver nemandi fengi góða þjálfun í að tala hátt á sviðinu og muna að snúa sér í átt að áhorfendum.

Maður er manns gaman og hláturinn lengi lífið.

Handrit: nemendur Seyðisfjarðarskóla

Skemmtistjóri: Tinna Guðmundsdóttir

Tónlistarstjóri: Benedikt Hermann Hermannsson

 

Aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir aðra en nemendur skólans. Enginn posi.


Athugasemdir