Í VAL með nemendum í fyrsta og öðrum bekk, lásum við bók um Greta Thunberg. Greta er ungur sænskur aðgerðasinni sem hefur verið áberandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgerðahyggja hennar hófst árið 2018 með því einfaldlega að setjast niður á hverjum föstudegi fyrir framan sænska þingið í Stokkhólmi með skilti sem á stóð „Skólaverkfall vegna loftslags“.
Við hugsuðum og ræddum hvaða aðgerðir við gætum gert, eða forðast að gera til að bjarga plánetunni okkar og svo okkur sjálfum með henni, og skrifuðum okkar eigin mótmælaskilti!
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00