Gönguferð hjá miðstigi

Miðvikudaginn 30. ágúst var göngudagur og fengum við drauma gönguveður og fórum í frábæran túr. Við röltum frá skólanum út í Tvísöng og þar sungum við afmælissönginn á íslensku og dönsku fyrir 12 ára afmælisbarn í hópnum. Svo var klöngrast uppí Neðri-Botna inn í Botnatjörn (sem var alveg þurr og lyktaði grunsamlega) og þaðan inn í Fjarðarsel þar sem var stokkið og vaðið í ánni. Þaðan örkuðum við svo heim.

Gönguferð miðstigs


Athugasemdir