Gönguferð á Brimnes

Keyrt er 10 km frá miðbænum út að bóndabænum Selsstöðum og er gengið þaðan eftir gömlum jeppaslóða.
Brimnes er út í fjarðarmynni á norðurströnd Seyðisfjarðar. Á öldum áður var það ein öflugasta útgerð sem fyrirfannst á austfjörðum. Tóftir gamalla bygginga má sjá þar í einstaklega fallegu umhverfi, þar er einnig viti. Gönguferð í góðu veðri er þeim ógleymanleg sem hana fara.

Gönguferð miðstigs á Brimnes