Í ár vorum við með tvenns konar aðventudagatal í desember.
Annað var, eins og venjulega, til að sýna hvaða jólastarf færi fram.
Hitt þjónaði öðrum tilgangi. Alla skóladaga í desember var öllum boðið að svara nýrri spurningu í þema um jólin.
Á hverjum degi fengu þau nýtt blað í laginu eins og jólaskraut til að svara daglegum spurnigum. Þannig að með því að svara varstu líka að skreyta jólatréð.
Þetta samstarfsverkefni var skemmtileg leið til að læra meira um hvert annað og um jólahefðir og fróðleik um allan heim.
Gleðilegt nýtt ár allir!
Spurnigarnar vöru:
1. des.: Hver er uppáhalds jólamyndin þín?
2. des.: Hver er uppáhalds jólalagið þitt?
5. des.: Veldu: Jólaköturinn, eða "Krampus" (Þýskaland)?
6. des.: Myndir þú frekar vilja Jól á Norðurhveli eða á Suðurhveli?
7. des.:Myndir þú frekar vilja fá kartöflu eða kol?
8. des.:Þú þarft að klára diskinn þitt. Myndir þú frekar vilja klára skötu eða alla þorramatinn?
9. des.: Jólasögurnar um "The Grinch" og "Scrooge" eru báðar um að bæta fyrir og að verða betri manneskjur. Hver var verri?
12. des.: Konnur jólanna: Grýla (Ísland), Befana (Ítalía), Snegurochka (Rússland), Santa Lucia (Svíþjóð), eða Frú Klaus (Bandaríkin). Hver finnst þér áhugaverðust?
13. des.: Ef þú værir sá semkæmir með gjafir um jólin, á hvada faratæki myndir þú koma?
- Sleði Jólasveinsins dreginn af hreindýrum?
- Sleði "Afa Frost" ("Ded Moroz", Rússland) dreginn af þremur hestum?
- Kameldýr vitringanna þriggja (Spáni)?
- Kústur Befana (Ítalía)?
- Gangandi, eins og jólasveinnar?
- Annað?
14. des.: Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
15. des.: Hvenær opnarðu jólagjafirnar í fjölskyldunni þinni: 24. eða 25 desember (eða einhvern annann dag)?
16. des.: Eru jólin uppáhaldshátiðin þín? Ef ekki, hver er það?
19. des.: .Ef þú getur aðeins fengið eina gjöf, hvers óskar þú þér mest af öllu á þessu ári?