Gjöf frá Seyðfirðingafélaginu

Við í Seyðisfjarðarskóla duttum í lukkupottinn þegar stjórn Seyðfirðingafélagsins í Reykjavík ákvað að gefa okkur tvær Kitchenaid hrærivélar, sem sannarlega koma að góðum notum. Eina slíka áttum við fyrir en höfum ekki haft efni á nema ódýrum hrærivélum á hinar tvær starfsstöðvarnar í skólaeldhúsinu og þær þarf að endurnýja oft. Nú hefur verið bætt úr því og Kitchenaid vélarnar ættu að geta enst okkur í heilan mannsaldur ef við förum vel með þær.
Vélarnar tvær bárust okkur nú í vikunni og hér fylgja myndir af krökkunum í 9. og 10. bekk þar sem þau vígja vélarnar um leið og þau gera „æbleskivedej“.
Við kunnum stjórn Seyðfirðingafélagsins bestu þakkir og óskum þeim og félaginu alls velfarnaðar. Takk og aftur takk! Katla Rut PétursdóttirHrefna Sif JónsdóttirKaren Kristine Pye .
Hér fylgja myndir af krökkunum með glæsilegu, nýju, svörtu kitchenaid vélarnar okkar.


Athugasemdir