Frá leikskóladeild

Þótt viðburðir fyrir jólin í leikskóladeildinni þetta árið séu háðir ákveðnum takmörkunum vegna Covid-19 reynum við ætíð að finna góðar lausnir með bros á vör. Kaffi/kakóhúsaferðin flyst bara inn á deild, starfsfólkið er með börnunum að skreyta piparkökurnar í stað foreldra og í gær fóru börn og starfsfólk saman að kveikja á jólatrénu á Spítalatúni í boði foreldrafélagsins en hefð er fyrir því að foreldrafélögin sjái um þennan fjölskylduviðburð eftir skólatíma. Jólasveinar komu og kíktu á börnin og lítill barnakór úr listadeildinni kom að syngja fyrir okkur jólalögin. Við náðum líka að dansa í kringum jólatréð og tókst þessi fámenna samkoma með ágætum. Hér er mynd frá því við kveiktum á jólatrénu.

Að öðru leyti er allt gott að frétta frá leikskóladeildinni og er skólastarfið hjá okkur í blóma með frábæran og hæfileikaríkan starfsmannahóp innanborðs. Við reynum að njóta aðventunnar sem mest með því að minnka áreiti og mikla dagskrá, leggjum að mestu niður hópastarf en meiri áhersla á frjálsan leik í staðinn.

 

Njótum öll aðventunnar.

Með kærri kveðju frá starfsmannahópi leikskóladeildar.