Frá leikskóladeild

Upplýsingar um hvaða reglur gilda nú þegar foreldrar koma með börnin í leikskólann og sækja þau.
1. Allir foreldrar koma aðaldyramegin inn, skila barninu á sína deild og fara út bakdyramegin í fataklefanum. Við biðjum alla um að passa það að staldra ekkert aukalega við í fataklefanum og reyna að láta allt ganga eins hratt fyrir sig og hægt er til að liðka fyrir öðrum foreldrum. Ekkert stress samt elskurnar. Þetta ætti að ganga vel fyrir sig þar sem við erum heppin með það í þessu tilliti, hve við höfum lítinn leikskóla. Jibbíjei fyrir því.
2. Við virðum 2ja metra regluna og pössum alltaf að hafa 2ja metra millibil þegar komið er inn og í fataklefanum. Það geta alveg verið ca. 4 í einu í fataklefa en það þarf bara að passa bilið. Og fara líka út úr fataklefa bakdyramegin með 2ja metra millibili.
3. Við biðjum alla foreldra um að spritta hendur þegar þeir koma inn í fataklefann, það er sprittkassi á veggnum þegar komið er inn. Starfsfólk sér um að spritta hendur barnanna þegar þau koma inn á deild.
Við erum að sjálfsögðu með Covid reglur meðal starfsmannahópsins og virðum 2ja metra regluna, handþvott og hreinlæti, við sótthreinsum t.d. alla snertifleti aukalega 1x á dag.

Við viljum taka það fram að þrátt fyrir Covid ætlum við virkilega að njóta daganna í leikskólanum og erum bjartsýn á að veðrið muni leika við okkur á næstu vikum. Og við hlökkum hrikalega til að halda áfram að byggja upp gott skólastarf í litlu dásamlegu leikskóladeildinni okkar.

Við biðjum foreldra um að láta vita ef börnin eru í fríi eitthvað á næstunni á bryndis@skolar.sfk.is

Og við minnum á að virka símanúmerið í leikskólann er 472-1350 (hitt er enn bilað).

Verið innilega velkomin aftur í leikskólann, við hlökkum öll til að sjá ykkur.

Mbk.
Bryndís og Þórunn


Athugasemdir