First Lego League keppnin

Nemendur unglingastigs sem í vetur hafa verið í legóvali unnu til verðlauna á First Lego League keppninni en hún var haldin í Hákólabíói helgina 12.-13. nóvember sl. Þema keppninnar í ár tengdist vatni í fjölbreyttri mynd og unnu nemendur verðlaun fyrir rannsóknarverkefnið sitt sem þau kynntu við góðan orðstýr.

 Nemendur og starfsfólk vill koma á framfæri þökkum til  þeirra sem gerðu ferðalagið suður að veruleika með styrkjum til hópsins.

 Við í erum að vonum afar stolt af árangri þeirra.

 Á myndinni má sjá áhugasama og stolta nemendur El-Grilló hópsins frá okkur í Seyðisfjarðarskóla en þau hafa notið handleiðslu Þorsteins Arasonar í legóvalinu í vetur.


Athugasemdir