Í tilefni af stóra plokkdeginum sem fór fram um síðastliðna helgi fóru allir krakkarnir á Dvergasteini út að plokka á mánudaginn. Krakkarnir byrjuðum á því að fara saman hring í kringum leikskólann áður en þeim var skipt í þrjá hópa sem plokkuðu miðsvæðis í bænum. Tilgangurinn með þessu er m.a. sá að sýna krökkunum hvað maðurinn hefur mikil áhrif á umhverfið og hvað hann getur gert til að leggja sitt af mörkum til umhverfisins. Þetta sló í gegn og krakkarnir voru mjög áhugasamir og sjáum við fyrir að þetta verði gert reglulega. Við hvetjum foreldra til að taka þátt í þessu með okkur og tína upp það rusl með krökkunum sem það sér í bænum.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00