Downs dagurinn

Í gær fimmtudaginn 21. mars var alþjóðlegur dagur Downs heilkennis en þetta var í fjórtánda sinn sem slíkur dagur er haldinn. Fólk er hvatt til þess að vekja athygli á málefninu með því að láta raddir fólks með Downs heilkenni heyrast og fræða almenning um stöðu þess í samfélaginu í þeim tilgangi að vinna gegn fordómum. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, til staðar eru þrír litningar í stað tveggja.

Til að fagna deginum klæðist fólk alla jafna mislitum sokkum til að fagna og standa með fjölbreytileika. 
Það gerðu nemendur og starfsmenn Seyðisfjarðarskóla og hér má sjá mynd sem tekin var af nemendum og kennurum í 5. til 7. bekk.

 


Athugasemdir