Dear you verkefni hjá 2. og 3. bekk

Nemendur í grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla hafa í vetur tekið þátt í verkefninu Dear you sem er samstarfsverkefni skólans, í gegnum list, við skóla annars staðar í heiminum.

Í þetta sinn eru það nemendur í 2. og 3. bekk sem taka þátt í verkefninu og eru þeir í samstarfi við nemendur I Michigan í Bandaríkjunum. Fyrsta skrefið í verkefninu var að ákveða hvernig nemendur vildu kynna sig. Nemendur ræddu um hvað einkenndi þá og hvernig þau vildu koma sinni lýsingu til skila til nemendanna í Bandaríkjunum.

Það mátti bæði túlka sjálfsmyndina með teikningum og brúðum. Efniviðurinn sem þau notuðu voru plastflöskur, pappi, taubútar, tölur og ull. Þá völdu nokkrir nemendur að gera vídeó til að kynna sig.

 

Dear You Art Project Dear You Art Project

 

 

     

 

 

 


Athugasemdir