Dagur leikskólans

 Í tilefni dagsins verður eftirfarandi í gangi í leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla. Nemendum í 8.-10. bekk í grunnskóladeild boðið í heimsókn fyrir hádegi til að kynnast og taka þátt í starfinu í leikskóladeild. Sýning verður einnig haldin í Rauða skóla á verkum nemenda og úr starfinu á leikskóladeild í vetur. Sýningin verður uppi fram að vetrarfríi. Hugmyndavinna og undirbúningur vegna útileiksvæðis leikskóladeilar.

Nemendur, foreldrar og kennarar eru hvattir til að koma með sínar hugmyndir á töflu í leikskóladeild.

Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.

Sjá nánar um dag leikskólans á landsvísu: 

http://www.samband.is/vidburdir/2017/02/07/eventnr/962

 

 

 


Athugasemdir