Af því tilefni voru margvísleg verkefni á dagskrá í leikskóladeild til að vekja athygli á deginum. Börn yngri deildanna fóru í gönguferðir um nágrennið. Börnin á Dvergasteini léku sér með náttúrulegan efnivið og föndruðu einnig fallegar myndir.
Elstu börnin fóru með Önnu Margréti í vettvangsferð um bæinn í leit að hundasúrum. Úr hundasúrunum bjuggu þau svo saman til pesto og fengu að smakka. Þau áttu góða stund saman við matreiðsluna þó ekki hafi öllum þótt pestóið bragðgott.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00