Charles Darwin

Charles Darwin
 
Í síðustu viku í VAL með nemendum í fyrsta og öðrum bekk lásum við bók um Charles Darwin. Charles var enskur náttúrufræðingur, jarðfræðingur og líffræðingur. Við reyndum að læra og skilja saman um kenninguna um náttúruval og þróun tegunda. Það var gaman að ímynda sér hvernig tegundir gætu þróast til að lifa af og það endaði í áhugaverðum tillögum nemenda. Til dæmis þróuðust sumar uglur til að líkjast köttum til að forðast að verða étnar af þeim; sumir selir þróuðust til að halda enn meiri fitu í líkama sínum til að lifa af ísköldu vatni; sumar perlusnekkjur (nautilus) þróuðust til að hafa fætur, á meðan aðrar þróuðu skel sína til að líta út eins og tepottur...
 

Athugasemdir