Barnakór Seyðisfjarðarskóla veturinn 2019-2020

Máttur söngsins til upplifunar, tjáningar, sameiningar og skemmtunar verður seint ofmetinn."

Í vetur mun Listadeild bjóða nemendum að æfa með Barnakór Seyðisfjarðarskóla. Kórinn á sér langa sögu innan skólans en hefur verið misvirkur síðustu misseri.

Kórstjóri þennan vetur er Rusa Petriashvili. Rusu þekkja margir sem organista Seyðisfjarðarkirkju og kórstjóra kirkjukórsins auk þess sem hún kennir píanó og söng í Seyðisfjarðarskóla.

Sungin verða íslensk lög og allir frá 1. til  10. bekkjar eru velkomnir. Æfingar verða á fimmtudögum kl. 15:00-16:00 í Rauða skóla.  Þátttaka í kórnum  er börnunum að kostnaðarlausu.

Rusa Petriashvili er fædd 1984 í Georgíu. Hún lauk BA námi í píanóleik og söng í Tbilisi State Conservatoire í Georgíu, stundaði einsöngsnám í Academia Internazionale di canto á Ítalíu og lauk MA námi í píanóleik í Cean Consrvatoire Frakklandi. Rusa hefur víðtæka reynslu úr tónlistargeiranum, bæði sem flytjandi og kennari. Hún starfaði m.a. sem píanókennari árin 2012-2014 í Caen Conservatoire Frakklandi og í afleysingum árið 2018 í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Ennfremur vann hún sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra Georgíu á árunum 2015-2017. Hún talar ensku, rússneski, frönsku, ítölsku, georgísku og er að læra íslensku.


Athugasemdir