Átt þú lítinn Emil í Kattholti eða litla Fíu Sól?

Átt þú lítinn Emil í Kattholti eða litla Fíu Sól?

Foreldranámskeið á Egilsstöðum.

 PMTO foreldranámskeið eru fyrir foreldra sem vilja stuðla að jákvæðri hegðun barna sinna og

draga úr hegðunarvanda. Um er að ræða hópnámskeið þar sem 10-12 foreldrar fá ráðgjöf frá PMTO meðferðaraðila einu sinni í viku og vinna verkefni heima á milli tíma.

Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra barna á aldrinum 4-12 ára.

 Námskeiðið fer fram í Egilsstaðaskóla á þriðjudögum frá kl. 18-20:30.

Um er að ræða 8 skipti frá 6. febrúar til og með 27. mars.

Mikilvægt er að foreldrar mæti í alla tíma.

 

 Skráning er hjá Hlín á netfanginu hlin@egilsstadir.is og í síma 4 700 700 fram til 1. febrúar næstkomandi.

 

Eins og allir vita er samvinna foreldra mikilvæg og því er lögð áhersla

á að báðir foreldrar mæti. Verð á námskeiðið er kr. 5.000.- fyrir fjölskyldu.

Kennarar á námskeiðinu verða Hlín Stefánsdóttir og Dagbjört Kristinsdóttir (dagbjort@egilsstadir.is) og veita þær allar nánari upplýsingar.


Athugasemdir