Ágætu foreldrar.

Ágætu foreldrar.

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að færa skíðadaginn sem fyrirhugaður var n.k. fimmtudag. Skíðadagurinn verður  á morgun, þriðjudaginn 20. mars.

Þá munu allir nemendur og kennarar fara í fjallið strax klukkan átta að morgni. Nauðsynlegt er að krakkarnir séu vel búnir í viðeigandi fatnaði.

 Æskilegt er að allir komi með skíðabúnað. Gönguskíði og bretti teljast að sjálfsögðu skíðabúnaður.

Þeir sem alls ekki geta útvegað sér slíkan búnað komi með snjóþotur eða sleða. Gott er að huga að skíðabúnaði í dag svo allt sé klárt í fyrramálið.

Við vekjum athygli á því að einnig er hægt að leigja skíða- eða brettabúnað í fjallinu. Mikilvægt er að muna eftir pening ef menn ætla að leigja sér búnað. Verð má finna á þessari slóð:

http://www.stafdalur.is/page/30988/

 Um miðjan morgun er öllum boðið upp á nesti á vegum skólans, sem kemur í stað árbíts og hádegisverðar.

 Þeir foreldrar sem hafa tök á að að keyra með börn í fjallið eru beðnir að mæta við skólann klukkan átta á þriðjudagsmorguninn því líklega komast ekki allir í rútuna.

 Gert er ráð fyrir að komið sé aftur til byggða um eittleytið og þá fara nemendur heim.