Á morgun er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis

Á morgun er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu árið 2011 að dagurinn skyldi hafa þetta hlutverk og dagsetningin er ekki tilviljun því Downs-heilkenni orsakast af þrístæðu á litningi 21. Líkt og undanfarin ár hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í mislitum sokkum þennan dag og fagna fjölbreytileikanum.

Downs félagið

2025 Theme - World Down Syndrome Day