Menn töldu tímann í vetrum og nóttum fremur en í árum og dögum áður fyrr. Veturinn, eins og nóttin, var talin oft koma fyrst; mánaðamót október og nóvember var því tími vetrarbyrjunar, og þar með nýárs. Sambærilegar hátíðir við Samhain á Írlandi og Skotlandi var til dæmis hátíðin veturnætur á Íslandi sem haldin var í lok október og var þá einnig haldið dísablót (disting) á Norðurlöndum á þessum sama tíma.
Hefð myndaðist fyrir því að á hrekkjavöku væri brennandi kertum komið fyrir í útskornum næpum og á Írlandi og í Skotlandi tíðkaðist að kveikja bálkesti. Einnig fóru bæði unglingar og fullorðnir á milli húsa klæddir búningum með grímur og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk í leiðinni.
Þegar Írar og Skotar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttist hrekkjavakan með þeim. Í Bandaríkjunum uxu aftur á móti grasker sem voru mun stærri en næpurnar og auðveldari að skera út. Þannig tóku graskerin við af næpunum sem tákn fyrir hrekkjavöku Bandaríkjamanna.
Leifar sumra gamalla hefða lifa ennþá í hrekkjavöku nútímans þar sem fólk klæðist grímubúningum og sjá má drauga og aðrar óvættir í skreytingum. Börn ganga oft á milli húsa og biðja um nammi og fái þau það ekki er viðkomandi hrekktur á einhvern hátt.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00