Því er Seyðfirðingum boðið að senda in tillögur að merki skólans, tillögurnar þurfa ekki að vera fullunnar en þó vandlega unnar og vera lýsandi fyrir starfsemi sameinaðs skóla.
Nemendur Seyðisfjarðarskóla eru sérstaklega hvattir til að taka þátt og senda inn hugmynd.
Frestur til að skila inn tillögu er til 1. mars 2017.
Í mars mun fara fram kosning í skólanum og gefst nemendum í leik- og grunnskóla kostur á að kjósa um bestu tillöguna að þeirra mati. Úr innsendum tillögum komast fimm tillögur áfram eftir kosningu, fjórar valdar í nemendakosningu en sú fimmta valin af dómnefnd.
Sjö manna dómnefnd er skipuð. Í henni sitja stjórnendur ásamt fulltrúum frá kennurum foreldrum og nemendum (úr skólaráði og foreldraráði). Dómnefnd þessi velur eina af þeim fimm tillögum sem unnið verður áfram með og hún gerð að merki skólans.
Dómnefnd getur hafnað öllum tillögum eða unnið áfram með þær álitlegustu að þeirra mati. Vinningstillagan kunngjörð á skólaskemmtun og eða skólaslitum í vor.
Meðlimum dómnefndar er óheimilt að senda inn tillögu.
Mikilvægt er að merkið endurspegli skólastefnu sveitafélagsins sem kveður á um að skólinn sé staður þar sem jákvæðni, metnaður og hvatning sé höfð að leiðarljósi. Yfirskrift skólastarfs á Seyðisfirði er
Í hverju barni býr fjársjóður
Í skólastefnunni stendur meðal annars: Skólastarfinu er ætlað að byggja á lausnamiðaðri nálgun, góðri samvinnu, lýðræði og jafnrétti og nýti sér fjölbreytileikann sem er til staðar í menningu, náttúru og mannlífi staðarins.
Hlutverk skólans er í samvinnu við heimilin að mennta ábyrga, hæfa og skapandi einstaklinga sem geta tekið virkan þátt í þróun eigin samfélags, ábyrgð á eigin lífi og stundað frekara nám.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00