5. - 7. bekkur hittir forsætisráðherra

Það vildi svo skemmtilega til að forsætisráðherrann okkar, hún Katrín Jakobsdóttir, hitti nemendur í fimmta til sjöunda bekk þegar þeir voru á leið í útitíma í gær. Hún átti virkilega gott spjall við Meistarana (eins og hópurinn hefur ákveðið að kalla sig í vetur). Meistararnir ræddu margt sem skiptir máli við ráðherra, meðal annars hvernig það er að búa í bænum okkar, hvernig skólinn okkar er og landsmálin. Gaman að sjá þig Kata!


Athugasemdir