Burt með hundaskít

Bæjarstjórinn fékk heimsókn frá 1. og 2. bekkingum í Seyðisfjarðarskóla í morgun. Þau óskuðu eftir fundi með bæjarstjóra til að vekja athygli hans á sóðaskap vegna hundaskíts á leikvellinum við Sundhöllina. Þau sögðust hafa hreinsað upp hundaskít í 3 poka þar. Bæjarstjóra var afhent bréf til nefnda bæjarins og einnig höfðu þau útbúið mótmælaskilti sem þau ætla að hengja upp við leikvöllinn. Á því standa skilaboðin "Engan hundakúk takk!"

Hundaeigendur eru eindregið hvattir til að hreinsa upp eftir hundana sína og sýna meðborgurum sínum og umhverfinu virðingu. Krakkarnir vildu skila því að það er ekki gaman að leika sér í hundakúk.


Athugasemdir