Börn hjálpa börnum

Nemendur í 5., 6. og 7. bekk Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í söfnunarátakinu Börn hjálpa börnum á vegum ABC barnahjálp. Gengið var í hús í bænum nú fyrir páska með söfnunarbauka og var krökkunum vel tekið. Alls söfnuðust krónur 93.071,- og þökkum við bæjarbúum kærlega fyrir góðar viðtökur.


Athugasemdir