Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna 

Kosningin fer fram ár hvert á almennings- og skólabókasöfnum um allt land og á vef Borgarbókasafnsins. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Grunnskólar og almenningsbókasöfn geta pantað með tölvupósti veggspjöld og fengið send á kostnað viðtakenda eða sótt í næsta Borgarbókasafn. Við bjóðum upp á kjörseðla fyrir skólabókasöfn (pdf) og kjörseðla fyrir almenningsbókasöfn (pdf). Börnin geta merkt kjörseðlana og hvetjum við söfnin til þess að draga út heppinn þátttakenda og veita viðurkenningu fyrir þátttöku.

 

Að þessu sinni var það Sigrún Ísold Haraldsdóttir sem dregin var upp úr pottinum og fékk bók að gjöf.