Bókaverðlaun barnanna, kosning

Árlega tilnefna börn á aldrinum 6 - 15 ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram rafrænt á heimasíðu KrakkaRÚV og Borgarbókasafnsins. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur af veggspjaldinu (sjá hér til hliðar) sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Veggspjaldið er einnig til á pappír í stærðinni A1 og er sent til allra almennings- og skólabókasafna á landinu.  Þær tvær bækur sem fá flest atkvæði hljóta Bókaverðlaun barnanna sem verða afhent við hátíðlega athöfn 22. apríl í Hörpu. Sýnt verður beint frá athöfninni á RÚV.

Hægt er að kjósa með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

 

Bókaverðlaun barnanna


Athugasemdir