Kór

Kór Seyðisfjarðarskóla

Máttur söngsins til upplifunar, tjáningar, sameiningar og skemmtunar verður seint ofmetinn."

Barnakór Seyðisfjarðarskóla á sér langa sögu innan skólans en hefur verið misvirkur síðustu misseri.

Haustið 2019 hófust aftur æfingar undir stjórn Rusu.

Æfingar eru á miðvikudögum kl. 15:15 og 16:15 í Rauða skóla. Sungin eru íslensk lög og allir frá 1. til  10. bekk eru velkomnir. Kórnum er skipt upp í yngri kór (1.-4. bekk) og eldri kór (5.-10. bekk). Þátttaka í kórnum  er börnunum að kostnaðarlausu.

Kórstjóri er Rusa Petriashvili. Rusa er organisti Seyðisfjarðarkirkju og kórstjóri kirkjukórsins auk þess sem hún kennir á píanó og söng í Seyðisfjarðarskóla.

Rusa Petriashvili er fædd 1984 í Georgíu. Hún lauk BA námi í píanóleik og söng í Tbilisi State Conservatoire í Georgíu, stundaði einsöngsnám í Academia Internazionale di canto á Ítalíu og lauk MA námi í píanóleik í Cean Consrvatoire í Frakklandi. Rusa hefur víðtæka reynslu úr tónlistargeiranum, bæði sem flytjandi og kennari. Hún starfaði m.a. sem píanókennari árin 2012-2014 í Caen Conservatoire í Frakklandi og í afleysingum árið 2018 í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Ennfremur vann hún sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra Georgíu á árunum 2015-2017. Hún talar ensku, rússnesku, frönsku, ítölsku, georgísku og er að læra íslensku.