Tölfræði í 5. bekk

Tölfræði í 5. bekk
Í námslotu sem nú er að ljúka í 5.bekk hafa nemendur lært um tölfræði.
Nemendur unnu hópverkefni þar sem þau framkvæmdu eigin könnun um viðfangsefni að eigin vali. Þau söfnuðu gögnum, skráðu niðurstöður í tíðnitöflu og bjuggu til súlurit til að sýna niðurstöðurnar á sjónrænan hátt.
Verkefnið hjálpaði nemendum að skilja hvernig tölfræði er notuð til að greina upplýsingar og draga ályktanir – og gaf þeim jafnframt tækifæri til að beita gagnrýninni hugsun og samvinnu í námi.
 

Tölfræði í 5. bekk