Skólaþing

Við hvetjum alla foreldra og  aðra aðstandendur til að mæta sem og alla Seyðfirðinga. Þetta er skólinn okkar og með því að mæta á skólaþing getur hver og einn haft áhrif á stefnu og starfssemi skólans. Þetta er hægt að fullyrða því þegar skýrslur frá eldri skólaþingum eru skoðaðar má sjá að margar af þeim tillögum sem þar hafa komið fram eru þegar komnar til framkvæmda í skólastarfinu.

Þingið stendur aðeins í tvo og hálfan tíma og boðið er upp á súpu og brauð svo enginn þarf að vera svangur.

Nemendur í 6.-10. bekk hafa skyldumætingu á þingið. Í staðinn fá þeir frí í skólanum fyrstu tvo tímana einhvern daginn sem þeir ákveða í samráði við kennarana sína. En þetta gildir aðeins um þá sem mæta eða eru löglega forfallaðir, aðrir mæta til kennslu á frídeginum.

Sjáumst öll!

Stjórnendur


Athugasemdir