Verk byggð á vinnuaðferðum Dieter Roth

Þau unnu þrjú verkefni; prent, skúlptúr og bókverk.

 Vinnuferlið byggist á leik, spuna, tilviljun og hversdagslegum fyrirbærum. Fegurð er ekki markmiðið og lokaniðurstaðan er tilviljunakennd afurð ferlisins, ófyrirséð en alveg rétt.

 Prentverkefnið hófst á teikningu þar sem teiknað var með báðum höndum samtímis, svokölluð spegilteikning þar sem önnur höndin eltir hina en speglað. Krakkarnir völdu flottustu myndina og færðu hana yfir á dúk sem var svo ristur með skurðarjárnum. Dúkana tóku þau á tækniminjasafnið þar sem þau prentuðu myndirnar sínar í hæðaþrykki.

Skúlptúr verkefnið fólst í því að koma með einn hlut að heiman til að vinna með. Allir fengu eins platta til að vinna á og allan þann efnivið sem til var. Þau unnu m.a. með fundið efni, gips, leir, vír, málningu, pallíettur og krít. Skúlptúrarnir eiga það sameiginlegt að það var svakalega gaman að búa þá til, nemendur brutu hluti með hamri, rifu í sundur, hrærðu saman, klístruðu, sulluðu og límdu af mikilli innlifun. Útkoman er vitnisburður um mikið sköpunarflæði og fjör.

Bókverkið heldu svo utan um allt ferlið. Í bókinni, sem er saumuð saman, má sjá allar vinnuteikningar, prentverkið, teikningar af skúlptúrunum og eina mynd af hönnuðum hlut, en eins og sumir vita þá vann Dieter Roth einnig við hönnun á húsgögnum og skarti um tíma.

 Núna er lítil sýning á þessum verkefnum í andyri rauða skóla og allir eru hvattir til að koma við hjá okkur, á skólatíma eða á opnunartíma bókasafnsins og líta á þessi flottu verkefni. Sýningin stendur til 19. mars.

Sjá myndir Verk byggð á vinnuaðferðum Dieter Roth


Athugasemdir