Seyðisfjarðarskóli kynnir söngleikinn FJALLKONAN

Seyðisfjarðarskóli kynnir söngleikinn

FJALLKONAN

sem sýndur verður þriðjudaginn 17. apríl kl. 17.30 í félagsheimilinu Herðubreið

 

Handrit & leikmynd: Nemendur Seyðisfjarðarskóla

Leikstjórn: Halldóra Malin Pétursdóttir

Frumsamin tónlist: Benedikt Hermann Hermannson

Aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir aðra en nemendur skólans

 

Undanfarnar vikur hafa nemendur og starfsfólk Seyðisfjarðarskóla unnið hörðum höndum að undirbúningi söngleiksins Fjallkonan. Í honum er fjallað  um fjórar mögulegar útgáfur sögunnar um kuml sem fannst í Vestdal í Seyðisfirði árið 2004, en það er talið vera frá 10. öld.

Nemendur hafa samið handrit undir leiðsögn Halldóru Malinar Pétursdóttur auk kennara en Halldóra er einnig leikstjóri verksins. Tónlistin í verkinu er samin af Benedikt Hermanni Hermannsyni og flutt af nemendum í listadeild.

Söngleikurinn verður fluttur þriðjudaginn 17. apríl kl. 17.30 í bíósal félagsheimilisins Herðubreiðar.