Nú er leikskólastarfið komið á fullt eftir sumarfrí

Börn og kennarar hafa komið sér vel fyrir í nýjum rýmum og gert huggulegt fyrir veturinn. Við höfum breytt og bætt margt til að bæta starfið í sumar en upp úr stendur án efa bætt hljóðvist á deildum. Vægast sagt er mikill munur á hljóðvistinni og verður spennandi að sjá áhrif úrbótanna í haust og vetur.

Nýtt starfsfólk er að kynnast starfinu sem og nýju nemendurnir . Starfsárið byrjar mjög vel og við hlökkum til komandi vetrar.

Við höfum gert margt skemmtilegt í ágúst s.s. að rannsaka kóngulær, baka vöfflur, farið í gönguferðir, prófað túnfisksalat í nónhressingu, aðlagað nýtt fólk og verið úti í góða veðrinu. 

Við látum fylgja með nokkrar myndir frá því í ágústmánuði. 

Gaman saman í ágúst - leikskóladeild


Athugasemdir