Nemendur á miðstigi vinna þessa dagana spennandi verkefni í upplýsinga- og tæknimennt sem snýst um heimildaleit og heimildavinnu á skólabókasafninu.
Markmiðið er að kynnast bókasafninu sem auðlind fyrir þekkingu og læra grundvallaratriði heimildavinnu. Nemendur fengu kynningu á skipulagi safnsins frá bókasafnsstarfsmanni og fóru síðan í ratleik þar sem þau fundu mismunandi tegundir heimilda, eins og fræðibækur, tímarit og rafbækur.
Að lokum vinna nemendur með heimildirnar sem þau fundu og setja saman einfalda heimildaskrá.