Bandarískur prófessor sagði nemendum frá forritun

Bandarískur prófessor sagði nemendum frá forritun

Í síðustu viku kom bandarískur prófessor í forritun við Earlham háskóla, að nafni Charlie Peck, og hitti fyrir alla nemendur Seyðisfjarðarskóla á sal. Charlie hefur komið árlega í Skálanes með háskólanema í vettvangsferðum og dvelur nú tímabundið við rannsóknir á Seyðisfirði.  Hann sagði nemendum stuttlega frá upphafi tölvunarfræði og tengdi það við gagnamagn í símum og hvernig þeir hafa þróast í gegnum tíðina. Einnig sagði hann frá því hvernig nemendur í tímum hjá honum nota tæknilegó og forritun í vísindalegum tilraunum og sýndi hvernig tæki smíðað úr legókubbum hristi tilraunaglas. Við þökkum Charlie kærlega fyrir að segja frá sínu áhugaverða starfi.

 


Athugasemdir