Nýir nemendur

Nýir nemendur velkomnir
 
skráning fer fram í gegn um heimasíðu sjá umsóknir.
 
Skólaárið 2017-2018 er í boði að stunda heilt eða hálft nám í söng, píanó, gítar, trommum og blásturhljóðfærum.
 
Allir nemendur taka þátt í tónleikum í lok annar. 
 
Söngkennsla fer fram í þremur tveggja vikna lotum í október, janúar og apríl/maí þar unnið er sameiginlega að uppsetningu frumsamins verks. 
Blásturshljóðfæranám er útfært með svipuðu sniði og söngurinn. Annað nám er kennt jafnt og þétt yfir skólaárið.
 
Árni Lárusson kennir á gítar og trommur.
Benedikt Hermann Hermannsson kennir á píanó og sér um tónfræði og samspilstíma.
Söng mun Kristjana Stefánsdóttir kenna. 
Á blásturhljóðfæri kennir Áki Ásgeirsson.