Það sem hægt er að gera í Mentor

Vissir þú að: 

Aðstandendur geta á einfaldan hátt tilkynnt veikindi barna sinna að morgni. Ósk um leyfi þegar um er að ræða færri en 3 daga er sótt til umsjónarkennara í tölvupósti eða símtali - vegna lengri leyfa á  alltaf að sendar skriflega beiðni  til stjórnenda.

Í dagatalinu á Mentor má sjá viðburði á vegum skólans, þangað færum við inn skóladagatalið og eldri nemendur geta sjálfir skráð inn sína eigin viðburði. 

Hægt er að skoða dagskipulag, stundatöflu og bekkjarlista/hóp nemandans.

Á Mentor er hægt að nálgast heimasíma hjá nemendum og senda foreldrum póst.

Aðstandendur og nemendur sjá fréttir frá skólanum. Við setjum föstudagsbréfin á fréttahnappinn og fréttir af deildum leikskólans birtast á tímalínuna. 

 

Það sem kennarar ætla að æfa sig í vetur er að nýta einnig námslotur og verkefnin, möguleiki er á rafrænum könnunum og námsmöppum og við viljum stefna á að nota þetta.

Í námslotunni má sjá þau viðmið sem stefnt er að, áætlanir, verkefni, námsefni og námsmat.  Almennar kennsluáætlanir birtast fyrst á heimasíðunni okkar í ár. Skiladagur þeirra er nú í lok september.

'I Mentor verður hægt að hafa skýra yfirsýn yfir verkefnin sem bíða nemenda í hverri viku. Nemendur eiga líka að fara sjálfir inn og hafa þessa yfirsýn :) Það er eðlilegt að læra það og geta þegar maður er kominn í fimmta bekk (á miðstig).

Hægt er að nýta einfalda innskráningu með því að virkja PIN-númer.

Fjölmörg kennslumyndbönd er að finna á bak við spurningamerkið og Mentorgrunnurinn,  finnst á ensku, sænsku og þýsku - hægt er að breyta tungumálinu með því að fara inn í stillingar.

 


Athugasemdir