Lús

Ágætu foreldrar

 Enn er lúsin á ferðinni og við minnum aftur á mikilvægi þess að kemba og tilkynna skólanum ef lús finnst í hári barna ykkar. Þetta er lykilatriði svo hægt sé að útrýma kvikindinu. Ef við vitum ekki af lúsinni er ekki hægt að vara við og sjá til þess að allir kembi.

Þau tilfelli sem nú hafa fundist eru ungar lýs svo þær eru stuttu komnar í höfuð viðkomandi. Því má búast við að fleiri sé að finna.

Þegar lúsin er orðin jafn þaulsætin hjá okkur og raun ber vitni er góð regla hjá öllum að kemba hár fjölskyldunnar alltaf á sunnudögum. Ef við erum samstillt og gerum þetta öll ættum við að ráða niðurlögum hennar.

 

Hér er hlekkur á heimasíðu landlæknis þar sem lesa má um lúsina og meðhöndlun hennar.

https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12489/Hofudlus-(Pediculus-humanus-capitis)4841/Er-lus-i-harinu--Einkenni-og-greining-smits---Hvad-a-ad-gera-ef-lus-finnst-

https://reykjavik.is/sites/default/files/svid_skjol/SFS/skilabod_fra_skola/skilabod_10_pol.pdf

 


Athugasemdir