Deiglan 2019-2020

Hér má finna lista yfir það helsta sem starfsfólk og nemendur Seyðisfjarðarskóla eru að vinna að á yfirstandandi skólaári til að þróa starfið í skólanum. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem að fjölmörg verkefni tengd kennslu og námi hafa öðlast fastan sess í skólastarfinu og keyra venju samkvæmt ásamt því að þróast alltaf eitthvað á hverjum tíma.  

 Starfshættir

  • Starfsfólk vinnur með nemendum samkvæmt uppeldis og samskiptastefnunni Uppeldi til ábyrgðar.
  • Starfsfólk endurmenntar sig í aðferðum Uppeldi til ábyrgðar. Innleiðingaráætlun stefnunar til 3gja ára gerð á skólaárinu.
  • Ófrávíkjanlegar reglur, gildi skólans og gildi starfsmanna og starfsmannasáttmáli unninn. Umræður um hlutverk hvers og eins.
  • Aukning á fréttum á heimasíðu. Heimasíðan gjarnan nýtt sem vettvangur fyrir nemendur í merkingabæru námi (sem sagt nemendur flytja gjarnan fréttirnar af því sem hefur þýðingu í þeirra huga).
  • Bókasafn nýtist með starfsmanni á skólatíma.
  • Nýting á Mentor aukin á öllum deildum, nemendur, foreldrar og kennarar.
  • Heilsueflandi skóli: Þemun hreyfing og öryggi fléttast inn í skólastarfið á öllum deildum með nemendum. Stjórnendur og skólaráð taka fyrir gátlista og umræða um þá er á fundum starfsfólks.
  • Umræður um síma í skólum, meðal nemenda, starfsfólks og stjórnenda og í skólaráði.
  • Skólaforðunarátak, nýtt verklag vegna ástundunar nemenda í grunnskóladeild. 
  • Skólaráð vinnur sem sameinað skólaráð fyrir bæði skólastig.
  • Aðlögun nemenda og starfsfólks í grunnskóladeild og listadeild að breyttri nýtingu húsnæðis.
  • Sameiginlegir verkefni unnin þvert á deildir, t.d. Menntamót, Skólaþing, skólaskemmtun og fleira.
  • Niðurstöður úr Skólapúlsi, skimunum og könnunum nýttar til eflingar skólastarfs og skólaþróun.
  • Söngstundir á sal í grunnskóladeild og samsöngur í leikskóladeild.
  • Málörvun með kennsluefninu „Lubbi finnur málbein“ nýtt á leikskóladeild.
  • Stefna í listadeild afprófuð og aukin samnýting kennara á öllum deildum.
  • Fjarkennsla í tónlistarkennslu, nýtt kennsluform prófað.
  • Tónlist almennt kennd á skólatíma, nemendur teknir úr tíma eða mæta beint eftir skóla. 1.-3. bekkur fær kennslu á tíma Skólasels, þróað áfram með hliðsjón að heildstæðum degi hjá nemendum.  
  • Tónlistarnám kennt í lotum að hluta til í listadeild, tímafjöldi og framboð aukið.
  • Skapandi kennsluhættir og samþætting námsgreina þróað áfram.
  • Orð af orði, kennsluhættir styrktir á mið- og unglingastigi. Byrjendalæsi í 1. og 2. bekk. Lubbi finnur málbein á leikskóladeild.
  • Kennarar vinna markvisst að því að bæta líðan nemenda og samskipti. Aðstoð fengin utanfrá eftir atvikum.
  • Valgreinar á unglingastigi, nemendastýrt að stórum  hluta.
  • Fjölgun á tímum í stærðfræði á stundaskrá hjá öllum stigum. 
  • Teymiskennsla þróuð áfram á miðstigi og hefst á yngstastigi (metið að vori).
  • Áhersla á að takmarka truflun kennslu.
  • Viðbrögð við manneklu í Félagsmiðstöð. Spilakvöld og hlutverkaleikjaþema.
  • Starfsþróunaráætlun í gildi, (verður endurskoðuð haust 2020, birt í janúar 2021)
  • Innramatsáætlun tekur gildi, umbótaár.
  • Ný jafnréttisáætlun tekur gildi.
  • Samstarfssamningur við Skaftfell í gildi, aðlagaður að starfinu og samstarf þróað.
  • Sameiginlegir skipulagsdagar allra starfsmanna og unnið með liðsheild og innra starf.

Stefnumótun

  • Læsisstefna og stefnur í starfi leikskóladeildar unnar ef mönnun leyfir.
  • Unnið að stefnumörkun og kynningu fyrir erlenda gesti og aðra gesti ef mönnun leyfir.
  • Starfsþróunaráætlun endurskoðuð í haust..
  • Umræða um stefnumörkun fyrir námsmat á öllum skólastigum. Unnið að endurskoðun á námsmati.
  • Leikskólalóð: hugmyndavinna.
  • Listadeild og námskeið utan skólatíma þróað.
  • Umræður um samvinnu við aðrar stofnanir. 
  • Umræður um þróun Skólasels. 

Húsnæði og aðbúnaður

  • Eftirfylgni með ósk um sameiginlegt skólahúsnæðu/úrbótum á húsnæði.
  • Úrbætur á aðgengi og aðstöðu í Gamla skóla og Rauða. Kjallari og ræsting.
  • Úrbætur á tölvubúnaði í grunnskóladeild (Ipadar/fartölvur uppfærðar)
  • Tölvuver í grunnskóladeild endurbætt, aðbúnaður til forritunar bættur.
  • Flutningur á tónlistarkennslu yfir í húsnæði grunnskóla- og leikskóladeildar, í áföngum (lokið sh. 2019).