Hér má finna lista yfir helstu atriðin sem starfsfólk og nemendur Seyðisfjarðarskóla eru að vinna í á yfirstandandi skólaári, til að laga skólastarfið að breyttri skólastefnu og sameiningu skólastiganna. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem að fjölmörg verkefni tengd kennslu og námi hafa öðlast fastan sess í skólastarfinu keyra venju samkvæmt.
Starfshættir
- Sameiginleg heimasíða Seyðisfjarðarskóla í loftið, aðlöguð, nýtt og kynnt.
- Nýting á Mentor aukin á öllum deildum,nemendur, foreldrar og kennarar.
- Heilsueflandi skóli: Þemað lífsleikni á öllum deildum fléttast inn í skólastarfið með nemendum. Umræður í skólaráði og fundum starfsmanna. Stjórnendur taka fyrir gátlista. Heilsueflandi stefna útbúin og kynnt að vori.
- Skólaráð vinnur í fyrsta sinn sem sameinað skólaráð fyrir bæði skólastig.
- Aðlögun nemenda og starfsfólks í grunnskóladeild að breyttri nýtingu húsnæðis.
- Samstarf milli mötuneytis og deilda aukið m.t.t. náms nemenda og nemendalýðræðis.
- Sameiginlegir dagar á skóladagatölum innleiddir og fletir (verkefni) fundnir á samstarfi deilda.
- Mánaðardagatal sýnilegt á heimasíðu og þróað.
- Stundaskrá í grunnskóladeild einfölduð, samræmd og afprófuð.
- Þrjár lotur á skóladagatölum, þróaðar, m.a. verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Seyðisfjarðar og samstarf milli deilda.
- Niðurstöður úr Skólapúlsi, skimunum og könnunum nýttar til eflingu skólastarfs.
- Nemendur og starfsfólk lagar sig að breyttri húsnæðisnotkun í grunnskóladeild og listadeild.
- Söngstundir á sal í grunnskóladeild og samsöngur í leikskóladeild innleitt í skólastarfið.
- Málörvun með kennsluefninu „Lubbi finnur málbein“ nýtt á leikskóladeild.
- Stefna í listadeild afprófuð.
- Tónlist á skólatíma, nemendur teknir úr tíma, 1.-3. bekkur á tíma Skólasels. Húsnæði undir starfsemina aðlagað í grsk.deild.
- Tónlistarnám kennt í lotum að hluta til í listadeild.
- Skapandi kennsluhættir og félagsleg styrking nemenda í hljóðfæranámi.
- Orð af orði, kennsluhættir styrktir á mið- og unglingastigi. Byrjendalæsi í 1.og 2. bekk.
- Valgreinar á unglingastigi með nýju sniði, tímafjöldi aukinn, nemendastýrt að stórum hluta.
- Enska og danska kennd í vikulotum á mið- og unglingastigi.
- Fjölgun á tímum í stærðfræði á stundaskrá hjá öllum stigum.
- Tónlistarkennsla samþætt við tungumálakennslu.
- Teymiskennsla þróuð á miðstigi (metið að vori).
- Áhersla á að takmarka truflun kennslu.
- Viðbrögð við manneklu í Félagsmiðstöð.
- Starfsþróunaráætlun í gildi.
- Sameiginlegir skipulagsdagar allra starfsmanna og hópefli þeirra. Samstarf aukið.
Stefnumótun
- Læsisstefna og stefnur í starfi leikskóladeildar unnar.
- Unnið að því að ákveða sameiginlega agastefnu fyrir deildir.
- Unnið að mótun stefnu okkar sem Heiluseflandi skóli.
- Unnið að stefnumótun fyrir sameiginlegt bókasafn bæjarins og skólans.
- Stefna um samstarf Seyðisfjarðarskóla og Skaftfells.
- Unnið að stefnumörkun og kynningu fyrir erlenda gesti og aðra gesti.
- Unnið að stefnumörkun fyrir námsmat á öllum skólastigum.
- Unnið að áætlun um innra mat Seyðisfjarðarskóla, kynnt að vori.
- Leikskólalóð: hugmyndavinna.
- Hugmyndavinna að samvinnu við aðrar stofnanir.
- Hugmyndavinna fyrir þróunarverkefni tengdu Skólaseli.
Húsnæði og aðbúnaður
- Úrbætur á aðgengi og aðstöðu í Gamla skóla og Rauða.
- Úrbætur á nettengingum og grunnhugbúnaði á öllum starfsstöðvum.
- Tölvuver í grunnskóladeild endurbætt.
- Skólabjöllu breytt.
- Flutningur á tónlistarkennslu yfir í húsnæði grunnskóla- og leikskóladeildar, í áföngum (lokið 2019).
- Bætt aðstaða fyrir nemendur grunnskóladeildar í frímínútum, unnin í samráði við nemendur.