Svefn og hvíld

Eftir hádegisverð er næðisstund í allt að klukkustund hjá öllum nemendum Svefn og hvílden þá eiga þau kyrrláta stund þar sem hlustað er á sögu eða tónlist, unnin verkefni eða farið í rólega leikstund.

Svefnþörf barna er misjafnlega mikil og þarf að taka tillit til þess hvað varðar lengd hvíldarinnar. Yngri nemendur sofa eftir því sem þörf þeirra segir til um og í nánu samstarfi við foreldrana. Á deildum eldri nemenda eiga þau rólega stund eða vinna verkefni allt eftir aldri og þörf þeirra fyrir hvíld.