Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður. Sími: 470-2320, netfang: seydisfjardarskoli@skolar.sfk.is

Áætlanir

Foreldrafélag

Heilsuskóli

Handbók

Innkaupalistar

Matseðlar

Olweus

Skóladagatal

Skólasöngur

Skólaráð

Starfsmenn

Stefna skólans

 

 

 

 

 

 

 

18-Oct-2016

Haustfrí verður í grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla dagana 20. og 21. október og síðan er starfsdagur mánudaginn 24. sem er einnig frídagur nemenda.

Skóli hefst síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október.

 

29-Sep-2016

Þriðjudaginn 27. september héldu leikskóladeild, grunnskóladeild, listadeild og stoðdeild sameiginlegt Skólaþing í Herðubreið. Á þinginu kynnti skólastjóri nýja skólastefnu sveitarfélagsins og nýtt skipurit skólans og eftir þá kynningu unnu nemendur, foreldrar og starfsfólk saman í hópum. Þar voru ýmiss þörf mál til umræðu. Hóparnir unnu saman að því að koma með tillögur til úrbóta í ákveðnum málaflokkum og komu margar góðar ábendingar fram. Eftir það voru niðurstöðurnar kynntar og virkilega var gaman að sjá hversu margir nemendur tóku til máls. Ein ábendingin var að flokka mætti lífræna úrganginn í mötuneytinu og að nemendur fengju að skammta sér sjálfir. Hægt er að bregðast strax við þeirri ábendingu og daginn eftir, náðum við í lífræna fötu og stilltum við öðruvísi upp í matsalnum til að gera matarskömmtunarferlið meira flæðandi. Úr öðrum ábendingum verður svo unnið á næstunni.

Kærar þakkir fyrir þáttöku á Skólaþingi foreldrar og nemendur, framlag ykkar til skólaþróunarinnar er mikilsvert og til fyrirmyndar.


22-Sep-2016

Skólaþing Seyðisfjarðarskóla
haldið í félagsheimilinu Herðubreið þriðjudaginn 27. september kl 17:30-20:00

Dagskrá:
17:30 Setning. Svandís Egilsdóttir skólastjóri
17:40 Sameinaður skóli; Hvað þýðir það? Erindi flutt af Svandísi Egilsdóttur nýjum skólastjóra sameinaðs Seyðisfjarðarskóla.
18:00 Umræðuhópar
19:00 Matur. Súpa og brauð í boði skólans.
19: 20 Niðurstöður. Fulltrúar úr hópunum kynna niðurstöður hvers hóps
19:50 Samantekt og þingslit.

Nánari dagskrá hér

 

21-Sep-2016

Í gær var fyrsta kóræfing barnakórs Seyðisfjarðarskóla og þar var fjör því
tólf sönghressir krakkar mættu á fyrstu æfingu.
Sérstaklega gaman er að segja frá því að bæði stelpur og strákar mættu til leiks og eins og sjá má á myndinni komu þau mörg á hjólunum sínum.
Til stendur að æfingar á skemmtilegum sönglögum fari fram á þriðjudögum klukkan 16:15 í vetur.

Bestu kveðjur Svandís

 

15-Sep-2016

Frá forvarnarfulltrúa.

Komið þið sæl og blessuð.

Fyrsta innlegg mitt í vetur verður þriðjudaginn 20. septebmer (NÆSTA VIKA), en þá koma fulltrúar frá Heimili og skóla og verða með erindi um ábyrga og jákvæða netnotkun barna og ungmenna.
Þau munu hitta 1.-4. bekk og 5.-7. bekk í skólanum og svo foreldra seinni partinn. Staðsetning auglýst síðar.
Ég vil gjarnan hvetja ykkur til að mæta. Þetta á heima hjá okkur ÖLLUM og það skiptir miklu máli að við stöndum saman þegar kemur að börnunum okkar.

HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Kveðja Eva

Lýsing á erindinu er hér:

Netið og samfélagsmiðlar.
Netið hefur opnað fyrir ótal möguleika sem notendur geta nýtt sér á uppbyggilegan hátt. En ótal dæmi um misnotkun og óvarlega netnotkun sýna fram á nauðsyn þess að við temjum okkur og börnum okkar snemma að nota netið á uppbyggilegan hátt.
Rannsóknir sýna að á grunnskólaaldri er netnotkun orðin hluti af daglegu lífi. Mörg börn eiga snjalltæki sem býður þeim upp á að vera nettengd allan sólarhringinn alla daga vikunnar auk þess sem félagslíf barna fer að stórum hluta fram á netinu. Hins vegar fá þau mis mikla leiðsögn heima fyrir um hvernig umgangast beri netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Mörg börn eru þ.a.l. ekki nógu vel upplýst um ýmsar hættur sem steðja að þeim. Má þar helst nefna tælingu, óvarlegar myndbirtingar, rafrænt einelti og netfíkn svo fátt eitt sé nefnt. Því miður er raunin sú að á netinu fyrirfinnst fólks sem villir á sér heimildir í þeim tilgangi að komast í tæri við börn á þessum aldri.
Í fræðsluerindinu er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga, hvað sé hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá börn og foreldrar fræðslu um meðferð persónuupplýsinga, alvarleika rafræns eineltis og óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem hvatt er til jákvæðrar og ábyrgrar netnotkunar.
Fræðslan er lifandi og hvatt er til þátttöku nemenda og foreldra. Stuðst er við stutt myndbönd sem að lýsa ýmsum klemmum sem komið geta upp með óvarlegri netnotkun. Farið verður yfir helstu rannsóknir og hvernig netnotkun hefur verði að þróast síðustu ár. Farið veður yfir helstu heilræði í rafrænu uppeldi og yfirlit gefið yfir aðgengilegt kennsluefni um netnotkun og einfaldar öryggisstillingar.

 

15-Sep-2016

Frá listadeild Seyðisfjarðarskóla

Komið þið sæl
Eins og ég hef áður greint frá er í bígerð að stofna barnakór á vegum listadeildar og grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla.
Allir nemendur í 4. til 10. bekk eru velkomnir.
Fyrsta æfing verður þriðjudaginn 20. sept. kl. 16:15 í Tónlistarskólanum.

Gott væri að fá viðbrögð um hverjir hafa áhuga. Hægt er að senda mér póst á netfangið: sibbo52@gmail.com

Bestu kveðjur

Sigurbjörg

07-Sep-2016

Í bígerð er að stofna barnakór á vegum Seyðisfjarðarskóla. Allir í 4. til 10. bekk eru velkomnir. Æfingar verða á þriðjudögum kl. 15.30-16.30 í húsnæði Tónlistarskólans. Við stefnum á að byrja þriðjudaginn 20. sept.

Nánar auglýst síðar.

 

01-Sep-2016

Frá forvarnarfulltrúa.

„Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn.

Á tímabilinu 1. september til 1. maí mega börn og unglingar ekki vera á almannafæri eftir því sem hér segir: 12 ára og yngri eftir klukkan 20:00 / 13-16 ára eftir klukkan 22:00.
Undanskilið er bein heimleið frá viðurkenndri skóla- íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Öll aldurstakmörk samkvæmt þessari samþykkt skulu miðuð við fæðingarár en ekki fæðingardag.
Reglur um útivistartíma barna eru í barnaverndarlögum nr. 80/2002. Þar er ekki fjallað um útivistartíma barna á aldrinum 16-18 ára. Það er best að samkomulag ríki um útivistartímann milli foreldra og barna á þessum aldri en að sjálfsögðu ráða foreldrar honum þar til börnin verða lögráða 18 ára.
Stöndum saman!
Kær kveðja Eva, forvarnarfulltrúi.“

 

19-Aug-2016

Skóli hefst þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 09:40 og eiga allir nemendur að mæta í sína heimastofu.

 

15-Aug-2016

Hjartanlega velkomin í skólann okkar á nýju skólaári sem byrjar með nemenda og foreldraviðtölum mánudaginn 22. ágúst og verður boðað til bréflega.

Hlökkum til að hitta alla.

Hægt er að nálgast skóladagatal hér til hliðar.

Kveðja Starfsfólk grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla

 

 

June 7, 2016

Nýir innkaupalistar komnir, sjá link hér til hliðar.

 

07-Jun-2016

Myndir frá hjóladegi á vordögum.

 

02-May-2016

Myndir frá danssýningu (ýtið á myndir til að stækka)

 

 

 

18

 

Olweus

 

Heilsueflandi skóli

Tourette.is

Stjörnufræði-vefurinn/

Einhverfa.is

 

Seyðisfjarðarskóli, Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður. seydisfjardarskoli@skolar.sfk.is

Símar: 472-1172 og 472-1372. Fax 472-1428