Seyðisfjarðarskóli

Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður. Sími: 470-2320. Fax: 472-1428, netfang: seydisfjardarskoli@skolar.sfk.is

Áætlanir

Foreldrafélag

Heilsuskóli

Handbók

Innkaupalistar

Matseðlar

Olweus

Skóladagatal

Skólasöngur

Skólaráð

Starfsmenn

Stefna skólans

Tákn með tali

Uppl.mennt

 

 

 

 

 

 

June 7, 2016

Nýir innkaupalistar komnir, sjá link hér til hliðar.

 

07-Jun-2016

Myndir frá hjóladegi á vordögum.

 

02-May-2016

Myndir frá danssýningu (ýtið á myndir til að stækka)

 

 

02-May-2016

Á hverju ári taka nemendur Seyðisfjarðarskóla þátt í því að velja uppáhaldsbækurnar sínar vegna Bókaverðlauna barnanna. Í ár tóku um 4.000 nemendur um allt land þátt og voru verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta í Borgarbókasafninu í Grófinni. Bókin Mamma Klikk eftir Gunnar Helgason fékk afgerandi kosningu sem vinsælasta frumsamda barnabókin, með helmingi fleiri atkvæði en sú næsta í röðinni. Verðlaun fyrir vinsælustu þýddu barnabókina hlaut Helgi Jónsson fyrir Dagbók Kidda klaufa: besta ballið.
Hér í Seyðisfjarðarskóla höfum við haft þann háttinn á að þátttaka gildir sem happdrættismiði og í verðlaun er bók. Í ár var það Marija Eva Kruze Unnarsdóttir sem var sú heppna og fékk hún bókina Sjáðu mig sumar í verðlaun.

25-Apr-2016

Aðalfundur Foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla 2016
Gamla skóla, heimilisfræðistofu
Mánudaginn 9 maí 2016 kl. 20:00
Kaffi og meðlæti í boði foreldrafélagsins
Foreldrar eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á störf foreldrafélagsins
Fundarstjóri : Rannveig Þórhallsdóttir

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf
1. Skýrsla foreldrafélags
2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
3. Félagsgjöld ákveðin
4. Stjórnarkjör
5. Önnur mál
• Kynning á nýju skólastefnunni, Þórunn Eymundar
• Jóhönnu Gísla þakkað fyrir vel unnin störf
---------------------------------------------------------------------------------------------
4. Stjórnarkjör
Allir foreldrar eru kjörgengir og geta gefið kost á sér. Hvetjum við foreldrar til að gefa kost á sér í stjórn eða nefndir og taka með virkum hætti þátt í starfi félagsins. Í foreldrarfélagið vantar einn aðalmann og einn varamann.
Þessir sitja áfram;
Aðalmenn;
• Diljá Jónsdóttir
• Elva Ásgeirsdóttir
• Tinna Guðmundsdóttir
• Sigríður Rún Tryggvadóttir
Varamenn;
• Þórunn Eymundar

Skólarnir eru fjöregg bæjarins og það skylda foreldra að hlúa að þeim. Sjáumst öll hress og kát.

 

08-Apr-2016

 

Myndband frá skíðadegi 7. apríl.

31-Mar-2016

Lið Seyðisfjarðarskóla mun keppa í Skólahreysti í íþróttahúsinu á Egilsstöðum kl. 14.00 á morgun, fimmtudaginn 31. mars.
Liðið skipa Galdur Máni Davíðsson, Bjarki Sólon Daníelsson, Þorbjörg Alma Cecilsdóttir og Helena LInd Ólafsdóttir. Til vara eru þau Jón Arnór Jóhannsson og Elísa Maren Ragnarsdóttir.
Rúta skipuð stuðningsliði skólans (4.-10. bekkur) fer frá Herðubreiðarplaninu upp úr kl. 13 á morgun, fimmtudag, með þeirri undantekningu þó að 9. og 10. bekkur verða þegar komin í Egilsstaði á kynningu í Menntaskólanum. Þau munu hins vegar mæta á áhorfendapallana til að hvetja okkar lið.
Foreldrar og forráðamenn vinsamlegast komið skilaboðum sem fyrst til umsjónarkennara ef barnið ykkar getur ekki komið með til Egilsstaða.
Foreldrar sem eiga leið til Egilsstaða eru hvattir að koma í íþróttahúsið og hvetja okkar fólk.

 

18-Mar-2016

 

15-Mar-2016

Skólaskemmtun Seyðisfjarðarskóla verður haldin í Herðubreið þriðjudaginn 15. mars kl. 17.30. Verð 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri. Vonumst til að sjá sem flesta.
Nemendur og starfsfólk Seyðisfjarðarskóla.

 

08-Mar-2016

Nú á miðvikudaginn, 9. mars, verður Orri Smárason sálfræðingur með fyrirlestur fyrir alla foreldra um samskipti og sjálsfsmynd barna og unglinga.
Fyrirlesturinn verður í Herðubreið kl 17:00 og er að sjálfsögðu öllum opinn þó hann sé einkum ætlaður foreldrum. Við hvetjum alla foreldra til að mæta!
Sama dag verður Orri með fyrirlestur fyrir unglingastigið og annan fyrir starfsfólk Seyðisfjarðarskóla. Unglingarnir fá síðan tvo fyrirlestra í viðbót, annan viku síðar og hinn 6. apríl.
Skólinn þakkar forvarnarfulltrúa kaupstaðarins og Lionsklúbbi Seyðisfjarðar fyrir að standa undir kostnaði við þessa fyrirlestra.
Skólastjóri

17-Feb-2016

Nikolas Grabar var með ljósmyndanámskeið fyrir 8. 9. og 10. bekk fyrir skemmstu þar sem hann fór yfir undirstöðuatriði ljósmyndunar.

Einnig kynnti hann fyrir þeim "ljósmálverk" (lightpainting). Lightpainting gengur út á það að mála með ljósgjafa í umhverfið framan við linsuna meðan á lýsingartímanum stendur en hann getur verið frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur, allt eftir viðfangsefninu.

"Ljósmálverkin" þeirra verða sýnd í verkefnarými Bókabúðarinnar föstudaginn 19. febrúar kl: 18:00 og er partur af hátíðinni List í ljósi.

 

16-Feb-2016

Ákveðið hefur verið að senda nemendur heim eftir fyrsta tíma þar sem vatnslaust er og ekki séð fram á að það leysist í bráð.

 

11-Feb-2016

Frá Öskudegi

 

11-Feb-2016

Úrslit Viskubrunns miðvikudaginn 10. febrúar.

HSA - Lespíur 15 - 12

Þýðingamiðstöðin - Leikskólinn 13 - 19

Skálanes - HSA 18 - 12

PG stálsmíði - Leikskólinn 9 - 22

 

 

10-Feb-2016

Myndir frá ferð Seyðisfjarðarskóla í Brúarás.

 

 

08-Feb-2016

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Því miður þurfum við að fresta ferð okkar í Brúarás um einn sólarhring. Ástæðan er sú að bátur nokkur sem leikur hlutverk í Fortitude hefur tafist á siglingu sinni frá Reykjavík og austur og verður ekki kominn á staðinn fyrr en á þriðjudag. Því fara þeir hjá BBC og Pegasus fram á að við bíðum með það í sólarhring að fara í sveitina. Mér finnst við ekki geta annað en brugðist við þessu á eins jákvæðan hátt og okkur er unnt. Og ekki stendur á þeim í Brúarási að gera gott úr þessu. Þau eru tilbúin að taka á móti okkur á þriðjudag. Þannig að eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir að mánudagsplanið færist yfir á þriðjudag. Biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kanna að valda.


Kær kveðja
Jóhanna Gísladóttir
Skólastjóri

 

05-Feb-2016

Kvikmyndataka, stutt skólaferðalag.

Kæru foreldrar og forráðamenn. Næstkomandi mánudag, 8. febrúar, verður tökulið á vegum BBC við tökur á sjónvarpsseríunni Fortitude á lóð skólans. Í þættinum á bærinn á að virðast mannlaus og getum við því ekki verið á ferðinni á skólalóðinni. Við erum svo heppin að vinir okkar í Brúarásskóla haf boðið okkur í heimsókn til að leysa málið.
Á mánudaginn munum við því leggja í hann strax eftir löngu frímínútur á tveimur rútum og komum ekki heim fyrr en kl þrjú. Krakkarnir munu hitta jafnaldra sína í Brúarási og fara í leiki og þrautir með þeim. Mikilvægt er a að ALLIR nemendur komi búnir til þess að vera úti.
Við munum setja krakkana úr rútunni á Kaupfélagsplaninu, þar sem tökur verða líklega enn í gangi þegar við komum klukkan þrjú. Því eru foreldrar beðnir að sækja yngstu börnin þangað.
Við vonum að þið sýnið þessu skilning og sjáið til þess að börnin komi vel búin í skólann á mánudaginn.


Bestu kveðjur
Jóhanna Gísladóttir
Skólastjóri

 

02-Feb-2016

Viskubrunnur

Fyrsta umferð hefst
þriðjudaginn 2.febrúar klukkan 19:30


Þýðingamiðstöðin – Litla gula hænan
Kirkjukórinn – Slysavarnardeildin Rán
Leikskólinn Sólvellir – Tækniminjasafnið
Sýsluskrifstofan - Lónsleira
Post Hostel - Austfar

 

01-Feb-2016

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 9. febrúar nk. kl. 13-16 í salarkynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Bratta.

 

 

 

26-Jan-2016

Þurrablót


Seyðisfjarðarskóla 2016
verður haldið í Félagsheimilinu Herðubreið
fimmtudaginn 28. janúar kl 19:00
Þorramatur og fjölbreytt skemmtiatriði.
Meðal efnis:
• Valin atriði frá „stóra“ blótinu
• Skólagrín
• Tónlistaratriði
Verð aðeins 2000 krónur fyrir fullorðna og 1000 krónur fyrir nemendur Seyðisfjarðarskóla.
Allir velkomnir.


Þurrablótsnefnd

 

15-Jan-2016

Síðastliðinn miðvikudag var rýmingaræfing í bæði Nýja- og Gamla skóla. Nemendur stóðu sig mjög vel enda höfðu þeir farið vel yfir rýmingaráætlun með kennurum sínum og æft rýmingu nokkrum sinnum hver bekkur fyrir sig. Einn af kostunum við slíkar rýmingaræfingar er að þær leiða í ljós mögulega veikleika í sjálfri áætluninni og/eða viðkomandi tæknibúnaði. Í þetta sinn komu nokkrir veikleikar í ljós sem tekið verður á í skólanum og í samráði við bæjaryfirvöld á komandi vikum.

 

 

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

18-Dec-2015

 

Skóli hefst eftir jólafrí mánudaginn

4. janúar klukkan 09:40

 

18-Dec-2015

Í gær komu Inga Hrefna og Gunnar í heimsókn til okkar og kenndu nemendum í Gamla skóla að skera út laufabrauð.

Einnig bökuð nemendur súkkulaðikökur sem verður eftirrétturinn í dag þegar við borðum saman jólahangikjötið.

 

02-Dec-2015

Síðastliðinn mánudag fóru nemendur Nýja skóla í heimsókn á Minjasafn Austurlands. Þar kynntu þau sér sýninguna Nálu sem opnuð var í byrjun nóvember. Sýningin Nála er byggð á samnefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur. Hlustað var á söguna og unnin ýmis verkefni og þrautir sem ýta undir hugmyndaflug og sköpunargleði.

 

27-Nov-2015

Í morgun var haldið nemendaþing Seyðisfjarðarskóla. Þátt tóku nemendur frá 4. - 10. bekk. Nemendum var skipt í 5 hópa og fengu eftirfarandi dagskrá í hendurnar.

Dagskrá:
Kl. 8:00 – 8:10 mæting og kynning
8:10 - 8:55 Umræður
8:55 – 9:20 Kynning á niðurstöðum
9:20 Nesti.

Nemendur athugið að allir eiga jafnan rétt á að segja sína skoðun og það ber að hlusta á alla. Reynið að vinna vel saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hverja spurningu ef mögulegt er.

Umræðupunktar
1. Á hvað viltu leggja mesta áherslu varðandi framtíðarþróun alls skólastarfs á Seyðisfirði?

2. Hvað finnst þér skipta mestu máli í framtíðarþróun skólastarfs í Seyðisfjarðarskóla?

3. Hvernig getum við stuðlað að metnaði í skólastarfinu?

4. Hvernig stuðlum við að góðum anda í skólanum okkar?

5. Hvernig getum við bætt framkomu okkar við hvert annað?

6. Annað sem þú vilt koma á framfæri


Gangi ykkur vel

Unnið verður úr niðurstöðum og þær birtar síðar.

Einn hópurinn við vinnu

Niðurstöður hópanna kynntar


 

27-Nov-2015

Myndmenntaval í 8. - 10. bekk.

27-Nov-2015

Við fengu skemmtilega heimsókn í gær þegar lögreglan, forvarnarfulltrúi, formaður foreldrafélags skólans og starfsmannastjóri SVN komu í skólann. Hákon fh. SVN kom færandi hendi með endurskinsvesti handa foreldrafélaginu, til notkunar fyrir nemendur í 1.-3. bekk, og tók formaður foreldrafélagsins á móti vestunum. Forvarnarfullrúi gaf öllum nemendum sérmerkt endurskinsmerki, en það var VÍS sem styrkti og gaf endurskinsmerkin. Í samstarfi við Seyðisfjarðarskóla var fyrr í mánuðinum blásið til slagorðakeppni meðal nemenda og það voru þrír nemendur, þær Dagrún Vilborg, Guðrún Adela og Hanna Lára, sem unnu þá keppni með slagorðinu "Sjáumst!". En slagorðið prýðir endurskinsmerkin í staðinn fyrir lógó VÍS. Lögreglan gekk svo um og heimsótti alla bekki að afhendingu lokinni. Hún fór meðal annars yfir umferðarreglurnar, myrkrið og endurskinið.

 

 

 

27-Nov-2015

Foreldradagur Heimilis og skóla var haldinn föstudaginn 13. nóvember sl. Markmiðið með deginum er að veita foreldrum hagnýtar upplýsingar um uppeldi og hvetja til umræðu um foreldrafærni og ígrundun á foreldrahlutverkinu. Í tilefni dagsins var blásið til málþings undir yfirskriftinni Vellíðan í skóla og var boðið upp á veglega dagskrá þar sem viðfangsefnið var skoðað út frá ýmsum hliðum. Fyrirlesarar fjölluðu um líðan og hagi íslenskra skólabarna, samfellu í skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, skaðlegan hávaða í skólastarfi, heimanám, gildi slökunar og öndunaræfinga og gildi frítíma barna.

Upptökurnar má nálgast hér.

 

24-Nov-2015

Samtök fjármálafyrirtækja hafa unnið að gerð kennsluefnis fyrir fjármálafræðslu unglinga sem nefnt hefur verið Fjármálavit . Kennsluefnið var þróað í samstarfi við kennara og kennaranema og er ætlað að mæta þörfinni á samræmdu kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum.

Síðastliðinin föstudag komu Gunnar Þór Sigbjörnsson og Brynjar Árnason frá Íslandsbanka og voru með þessa fræðslu og verkefnavinnu fyrir 8. - 10. bekk.

23-Nov-2015

Samband íslenskra myndlistarmanna býður skólum upp á kynningu á starfi myndlistarmannsins í tilefni af Degi Myndlistar. Kynningarnar veita ungu fólki innsýn í það viðamikla starf sem felst í því að vera myndlistarmaður og bæta þannig grunnþekkingu á faginu.

Að því tilefni kom í síðustu viku Monika Frycova í heimsókn í 8. - 10. bekk, spjallaði við nemendur og sýndi þeim myndir.

 

13-Nov-2015

Dagur íslenskrar tungu er í dag.

Unnið verður með málshætti og mannlýsingar í íslenskutíma hjá 4.-7. bekk.

13-Nov-2015

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Næstkomandi miðvikudag kl 14:00 verður Sinfóníuhljómsveit Íslands með fjölskyldutónleika á Egilsstöðum.
Okkur hafa boðist 32 sæti í rútu með leikskólanum. Þar sem efnisskrá tónleikanna miðast að miklu leyti við 1.-4. bekk munu þeir árgangar ganga fyrir í rútuna. Fleiri nemendur hafa þó áhuga á að fara og munum við bjóða þeim að fara með ef einhverjir af þeim yngri falla úr. Þá verður valið eftir aldri þannig að fyrst er valið úr þeim yngstu, þ.e. 5. bekk, og síðan upp eftir.
Einn eða tveir starfsmenn skólans munu fara með hópnum og gæta hans þar til heim er komið á ný um hálf fjögurleytið.
Foreldrar í 1. -4. bekk vinsamlegast látið okkur vita sem fyrst hvort barnið ykkar kemur með í ferðina eða ekki svo við getum skipulagt hvernig raðast í rútuna. Sendið tilkynninguna til Siggu ritara á netfangið shf@skolar.sfk.is

Bestu kveðjur
Jóhanna Gísladóttir
skólastjóri

 

12-Nov-2015

Ágætu foreldrar, forráðamenn og aðrir sem þurfa að hafa samskipti við Seyðisfjarðarskóla.

Frá og með deginum í dag er ekki hægt að hringja í gamla númerið okkar 472 1172, eða 472 1372 heldur einungis nýju númerin sem við tókum í notkun í fyrravetur og eru eftirfarandi:

Aðalnúmer: 470 2320
Nýi skóli: 470 2326
Ritari: 470 2321
Skólastjóri: 470 2322
Aðstoðarskólastjóri: 470 2323


Bestu kveðjur

Jóhanna Gísladóttir
Skólastjóri Seyðisfjarðarskóla

05-Nov-2015

Seyðisfjarðarskóli er eins og áður skráður í Norrænu bókasafnsvikuna. Hún er haldin 9. - 15. nóvember. Þemað í ár er: Vinátta á norðurlöndunum.

Mánudaginn 9. nóvember er stóri upplestrardagurinn. Þá verður kappkostað að fá eins margar stofnanir og hugsast getur til þátttöku: mögulega verður um óopinbert heimsmet að ræða, þegar lesið verður upp úr völdum textum á hinum ýmsu tungumálum samtímis á yfir 2000 stöðum.

Nánar um um verkefnið hér.

Einnig stendur Norræna félagið og Norræna húsið saman að viðburði í tilefni opnunar vikunnar þar sem „Streymt“ verður frá upplestri Ævars vísindamanns úr bókinni Vöffluhjarta eftir norska rithöfundinn Maria Parr. Textann er að finna á heimasíðu Norrænu bókasafnavikunnar HÉR . Upplesturinn er ætlaður börnum í yngri bekkjum grunnskóla ca frá 6 ára upp í 12 ára, en auðvitað getur allur aldur haft gaman af.

Hvernig á að opna fyrir streymið: Farið er inn á heimasíðu Norræna hússins á mánudagsmorgun og fundinn viðburðurinn Norræn bókasafnavika 2015. Þar er að finna glugga sem sýnir viðburðinn á þeim tíma sem hann er í Norræna húsinu. Á þennan hátt geta allir tekið þátt hvar sem þeir eru.

 

05-Nov-2015

Olweusardagurinn er á morgun og verður hann haldinn hátíðlegur í skólanum með ýmsu móti.

 

30-Oct-2015

Seyðisfjarðarskóli auglýsir eftir kennara til afleysingar vegna fæðingarorlofs

Um er að ræða 100% starf umsjónarkennara í 3. bekk, frá 1. janúar 2016 og til loka skólaársins. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember n.k.
Seyðisfjarðarskóli er lítill skóli sem byggir á samkennslu árganga og vinnur að þróun skólastarfs í anda fjölmenningar og fjölbreyttra kennsluhátta. Skólinn tekur þátt í Byrjendalæsi og átakinu Bættur námsárangur á Austurlandi.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 4702320 og 8951316


 

22-Oct-2015

Haustfrí verður í Seyðisfjarðarskóla 23. 26. og 27. október.

 

09-Oct-2015

Lokadagur Göngum í skólann og Fjölmenningardagurinn var í gær. Við gengum stóran hring um bæinn og fórum svo á handboltavöllinn og mynduðum hjarta. Að því loknu var haldið í Herðubreið þar sem allir sem tekið höfðu 100% þátt í Göngum í skólann fengu viðurkenningarskjal. Svo var boðið upp á kakó og kringlu í lokin.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

 

02-Oct-2015

Forvarnardagurinn er í dag og er verið að vinna ýmis verkefni honum tengdum í skólanum.

"Athyglisverðar niðurstöður. Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknir fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna"

Sjá nánari niðurstöður rannsókna– samanburður milli ára.

 

01-Oct-2015

Líf og fjör í íþróttum í morgun.

Smellið á myndirnar til að stækka.

 

29-Sep-2015

Skólaþing Seyðisfjarðarskóla
haldið í félagsheimilinu Herðubreið þriðjudaginn 29. september kl 17:30-20:00

Dagskrá:
17:30 Setning. Jóhanna Gísladóttir skólastjóri.

17:40 Stefnumótun skóla. Erindi flutt af Ólafi H. Jóhannssyni fyrrverandi kennara.
18:00 Umræðuhópar.
Rætt verður um drög að stefnu skólans varðandi eftirtalda þætti:
• Heimanám
• Tengsl við umhverfi og grenndarsamfélag
• Samstarf og samábyrgð heimila og skóla.

18:30 Verður til umræðu í hópunum stefnumótun um eftirtalda þætti
• Skólamötuneyti
• Húsnæði, aðstaða og búnaður
• Félagsmál nemenda
• Lestur/læsi (Bættur námsárangur á Austurlandi)
• Heilsa, velferð og öryggismál (svefn, tölvunotkun, hreyfing)
• Metnaður í skólastarfi
• Hvernig er hægt að fjölga valgreinum í fámennum skóla?

19:00 Matur. Súpa og brauð í boði skólans.
19: 20 Niðurstöður. Fulltrúar úr hópunum kynna niðurstöður hvers hóps.
19:55: Samantekt og þingslit.


 

21-Sep-2015

Hreyfivika á Seyðisfirði 21.-27. september 2015
Einkunnarorð vikunnar í ár eru: „Hver er þín uppáhalds hreyfing?“

Hreyfivika UMFÍ "MOVE WEEK" er Evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega.

Í Seyðisfjarðarskóla verður "Göngum í skólann" átakið á fullu þessa viku.
Allir bekkir skólans munu taka þátt í Norræna skólahlaupinu og einnig
munu allir bekkir fara í göngu eða hjólatúr í vikunni.

 

04-Sep-2015

Mánudaginn 7. september klukkan 12:30 í Seyðisfjarðarkirkju er komið að árlegum tónlistarviðburði "Tónlist fyrir alla". Í ár verður farið í ferðalag til Balkanlandanna með hljómsveitinni "Skuggamyndir frá Býsans".

Hljómsveitina skipa: Haukur Gröndal - leiðsögumaður, klarinett, saxófónn, kaval- og ney flauta
Ásgeir Ásgeirsson - bouzouki, tamboura, saz baglama
Þorgrímur Jónsson - bassi og tölvutækni
Erik Qvick - darbouka, tapan og annað slagverk

Við heyrum tónlist frá nokkrum löndum Balkanskagans og með hjálp tölvutækni og myndvarpa lærum við um þjóðfána, staðsetningu og höfuðborgir landanna. Tónlistarflutningurinn er skreyttur með fallegum myndum frá löndunum og við kynnumst líka sumum af þeim hljóðfærum sem þjóðlagatónlistarmenn frá svæðunum leika á. Staldrað verður við í Króatíu, Bosníu-Hersegóvínu, Serbíu, Makedóníu, Albaníu, Grikklandi, Búlgaríu og Tyrklandi.

 

20-Aug-2015

 

Skóli hefst samkvæmt stundaskrá kl. 09:40 mánudaginn 24. ágúst.

 

18-Jun-2015

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á síðuna sem og nýir innkaupalistar.

Skóli hefst síðan með nemeda og foreldraviðtölum föstudaginn 21. ágúst.

 

10-Apr-2015

Myndir frá skíðadegi.

Smellið á til að stækka.

 

 

 

25-Mar-2015

Gleðilega páska

Páskafrí Seyðisfjarðarskóla hefst mánudaginn 30. mars.

Skóli byrjar aftur þriðjudaginn 7. apríl klukkan 09:40.

 

19-Mar-2015

Í gær, miðvikudaginn 18. mars var Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í hátíðarsal Egilsstaðaskóla. Þau Bjarki Sólon og Þorbjörg Alma tóku þátt fyrir Seyðisfjarðarskóla og stóðu sig með eindæmum vel og varð Bjarki Sólon í 3. sæti í keppninni.

19-Mar-2015

26-Feb-2015

Vetrarfrí verður í Seyðisfjarðarskóla föstudaginn 27.febrúar, mánudaginn 1. mars og þriðjudaginn 2. mars. Skóli hefst aftur klukkan 08:00 miðvikudag.

 

17-Feb-2015

Embætti landlæknis stendur árlega fyrir verkefninu Tóbakslaus bekkur. Nýlega var dregið úr öllum þeim bekkjum sem taka þátt og voru húfur frá 66°N í vinning. 8. og 9. bekkur Seyðisfjarðarskóla var einn af þremur bekkjum á landinu sem var svo heppinn að fá húfur.

 

17-Feb-2015

Konudagsblóm.


Konudagurinn er á sunnudaginn og af því tilefni munu nemendur í 9. og 10. bekk Seyðisfjarðarskóla ganga í hús á laugardaginn og selja konudagsblómvendi til styrktar skólaferðalagi sínu til Danmerkur.
Við vonumst til að þið takið vel á móti okkur á laugardaginn
9. og 10. bekkur Seyðisfjarðarskóla

 

17-Feb-2015

Úrslit Viskubrunns – Ath. breyttan tíma.
Þriðjudagskvöldið 17. febrúar fara úrslit spurningakeppninnar Viskubrunns fram í Herðubreið. Þar keppa Skaftfell og Austfar og sigurvegarinn fer í fjögurra liða úrslit með Afli, Skálanesi og Sýsluskrifstofunni.
Ljóst er að æsispennandi keppni er framundan. Láttu þig ekki vanta til að hvetja þitt lið.
Þar sem Viskubrunnur er fjáröflun fyrir skólaferðalag 9. og 10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla verðum við að sjálfsögðu með ljúffengar veitingar til sölu.
Hlökkum til að sjá ykkur í Herðubreið þriðjudaginn 17. febrúar klukkan 19:30.
9. og 10. bekkur Seyðisfjarðarskóla

 

12-Feb-2015

Kæru bæjarbúar. Eins og undanfarin ár þá stendur Danmerkurferðalagshópur Seyðisfjarðarskóla fyrir skemmtun á öskudaginn fyrir nemendur skólans. Ef einhver þarna úti á "tombóludót" sem hann er tilbúinn að gefa okkur sem vinninga fyrir öskudaginn þá væri það vel þegið. Vinsamlegast komið því þá til okkar í gamla skóla.
Fyrir hönd Danmerkurfara,
Kolbrún Erla Pétursdóttir

12-Feb-2015

Í gær var 112 dagurinn. Af því tilefni heimsóttu fulltrúar frá björgunarsveitinni Ísólfi, Rauða krossinum og slökkviliðinu okkur í skólanum. Nemendur fengu Neyðarkallinn að gjöf en undanfarin ár hefur Brimberg styrkt það verkefni. Að kynningu lokinni fengu nemendurnir að fara út á torg þar sem þeir gátu skoðað slökkviliðsbílinn, sjúkrabílinn og björgunarsveitarbílinn. Gaman er að segja frá því að í ár fagnar björgunarsveitin Ísólfur 50 ára afmæli. Meðfylgjandi myndir voru teknar af nemendum gamla skóla. Takk fyrir komuna Njörður, Örvar og Guðni.

 

30-Jan-2015

Þá er komið að Viskubrunni Spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla 2015.


1. Umferð hefst 3. febrúar kl 19.30.
Þá eigast við:
Landsbankinn - Leikskólinn.
Gullberg - Kaffi Lára.
Stálstjörnur - Austfar.
Skaftfell menningarmiðstöð - Litla gula hænan.
Sýsluskrifstofan - Gagn og gaman.
Lespíurnar - Hafaldan.

Miðvikudagskvöldið 4. febrúar heldur áfram keppni í 1. umferð.
Herðubreið kl 19.30.


Skálanes - Síldarvinnslan.
PG Stálsmíði - Tækniminjasafn Austurlands.
AFL - Brimberg.
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar - Slysavarnardeildin Rán.
Kiddi Rafvirki - Bæjarskrifstofan.


(Athugið að síðasti leikurinn í 1. umferð fer fram 10. febrúar og þá eru það HSA 1 og Lónsleira sem keppa. Það kvöld hefst sem sagt með þessum leik og svo tekur 2. umferð við.

 

27-Jan-2015

Tilkynning frá 8. og 9. bekk:

Við í Lególiði Seyðisfjarðarskóla viljum bjóða öllum bæjarbúum og öðru fólki velkomið á kynningu okkar þann 27. janúar klukkan 18:00 í Gamla skóla.
Við ætlum að sýna ykkur rannsóknarverkefnið okkar sem er í þetta skipti um pizzur svo munum við sýna skemmtiatriðið okkar og svo lokum við kynningunni á því að sýna ykkur robotaverkefnið.

Aðgangseyrir á kynninguna er 700 krónur og fer allur sá peningur uppí ferðakostnað í Reykjavíkurferðina þann 29. jan - 1. feb.

Vonum að sem flestir mæti!

El Grilló.

 

12-Jan-2015

Hreyfidagur verður í Seyðisfjarðarskóla fimmtudaginn 15. janúar. Við ætlum að fara í íþróttahúsið klukkan 10 og leika okkur í allskonar leikjum og þrautum.

Hér fyrir neðan eru myndir frá hreyfideginum í fyrra.

 

 

17-Dec-2014

Gleðileg Jól

 

Jólafrí Seyðisfjarðarskóla hefst að loknum litlu jólum föstudaginn 19. desember.

Kennsla hefst aftur mánudaginn 5. janúar klukkan 09:40.

 

17-Nov-2014

Dagar myrkurs

 

10-Nov-2014

Frá Olweusardeginum síðastliðinn föstudag.

Búið að mynda tengingu milli skólanna.

 

07-Nov-2014

Á morgun, föstudaginn 7. nóvember, er Olweusardagur í Seyðisfjarðarskóla.
Unnið verður á stöðvum í nýja skóla frá kl. 8:00-11:00 þar sem fjögur verkefni verða í gangi. Þar verður gerð stuttmynd, handaför stimpluð í glugga, útbúin plaköt og póstkort.
Í gamla skóla verða unnin verkefni í tengslum við Olweus frá kl. 8:00-9:20.
Foreldrum og öðrum er velkomið að kíkja við hjá okkur og fylgjast með vinnunni.
Allir nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í grænu í fyrramálið því við viljum öll vera „græni karlinn“. Samkvæmt skilgreininu Olweusar er hann sá sem er á móti einelti og reynir að hjálpa þeim sem verða fyrir einelti.
Sjáumst vonandi sem flest í fyrramálið

 

23-Oct-2014

Haustfrí verður í Seyðisfjarðarskóla föstudaginn 24., mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. október. Skóli hefst að nýju klukkan 8 miðvikudaginn 29. október.

01-Oct-2014

Frá og með næstu viku sinnir Lukka skólahjúkrun fyrir hádegi á miðvikudögum.

 

15-Sep-2014

Skólaþing Seyðisfjarðarskóla

Á morgun þriðjudaginn 16. september verður haldið Skólaþing Seyðisfjarðarskóla í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 17:30 - 20:00.

Þinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir alla sem koma á einhvern hátt að skólanum til að ræða saman og skiptast á skoðunum um áherslur í skólastarfinu.

Það er ætlað foreldrum, starfsfólki, nemendum í 6.-10. bekk og öðrum sem áhuga hafa á starfi Seyðisfjarðarskóla.

Ólafur Jóhannsson sem er reyndur skólamaður mun halda stutt erindi í upphafi og síðan verða myndaðir umræðuhópar sem ræða ákveðnar spurningar gera grein fyrir helstu niðurstöðum sínum í lokin.

Boðið verður upp á ljúffenga súpu og brauð að hætti Röggu á þinginu.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og leggja okkur lið við að þróa og bæta skólann okkar!

Skólaráð Seyðisfjarðarskóla

05-Sep-2014

Frí verður í skólanum föstudaginn 5. september vegna starfsdags kennara.

 

12-May-2014

Spurningakeppnin Viskubrunnur á Seyðisfirði hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, sem afhent voru 8. maí. Verkefnið þykir gott dæmi um samvinnu nemenda, starfsfólks og foreldra.

„Dómnefndin var sammála um að þetta verkefni væri merkilegt að því leyti að krafist er samvinnu allra bæjarbúa til að verkefnið heppnist vel. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist því verkefnið hefur staðið yfir í 14 ár og er einn af þessum föstu punktum í tilveru íbúa," segir í umsögn nefndarinnar.


18

Tákn með tali

 

Olweus

 

Heilsueflandi skóli

Tourette.is

Stjörnufræði-vefurinn/

Einhverfa.is

 

Seyðisfjarðarskóli, Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður. seydisfjardarskoli@skolar.sfk.is

Símar: 472-1172 og 472-1372. Fax 472-1428